ÚTIKENNSLA
  • Forsíða
  • Fyrir kennara
  • Yngstastig
    • Hveragerðis verkefni 2. bekkur
    • Komdu og skoðaðu himingeiminn
    • Hringrásir
    • 50 leikur enska
  • Miðstig
    • Fuglaverkefni
    • Plöntusöfnun
    • Skógræktin-Hamarinn
    • Skógur - tré
    • Íslenska 50 leikur
    • Spinning verkefni
  • Elsta stig
    • Aðlögun lífvera að vetri
    • Bylgjur - Bylgjuhraði
    • Hringrás vatns og hamskipti
  • Leiksvæði - skólalóðin
  • Fróðlegar krækjur
  • Bakpokinn
  • Huga þarf að
  • Veðurstöð
  • Nærumhverfi
  • Grænfáni
Steingrímur Kristinsson birt (30.júní 2012)
Tengsl við Aðalnámsskrá
Ólafur Jósefsson
​Kennsluáætlun – fuglaverkefni á miðstigi (12 kennslustundir)
Höf. Ólafur Jósefsson kennari við Grunnskólann í Hveragerði

 
1. kennslustund
  • Kveikja: (Á skjávarpa) Opna fuglavefinn: http://www1.nams.is/fuglar, velja LEIKIR (efst í hægra horninu) og velja þekkirðu fuglinn? Nemendur giska á hvað fuglinn heitir. Velja svo þekkirðu hljóðið og nemendur giska á nafn fuglsins.
  • Kennari kynnir verkefnið að tegundargreina fugla:
    •  Hópverkefni: kennari velur í þriggja manna hópa.
    •  Farnar verða tvær vettvangsferðir út í skóg til að leita fugla.
    •  Kennari útskýrir hvernig námsmati verður háttað.
    •  Kennari sýnir nemendum helstu atriði á Fuglavefnum.
  • Kennari sýnir nemendum forsíðuna, sérstaklega flýtileiðina um sex flokka fugla neðst á síðunni (sem einnig er að finna undir flokkar).
  • Nemendur rannsaka sjálfir Fuglavefinn í tölvum/snjalltækjum.
 
2. kennslustund
  • (Á skjávarpa) Opna fuglavefinn: http://www1.nams.is/fuglar, kennari sýnir nemendum fróðleik (efst í hægra horninu) og rennir frekar hratt yfir fyrstu fimm flokkana (nemendur munu kynna sér það betur síðar):
  • Þróunarsagan - Þróun fugla
  • Einkenni fugla - Hvað er fugl?
  • Búsvæði
  • Lífsferill
  • Atferli
  • Fuglaskoðun hér er staldrað við og farið nánar yfir fróðleikinn.
  • Að þekkja fugla – atriði sem þurfa að koma fram í kynningu:
    • Líkamsbygging: útlit og séreinkenni, t.d. hlutfallsleg stærð höfuðs, goggur (langur/stuttur, mjór/breiður), fætur (langir/stuttir, sundfit/gripfætur)
    • Litur (aðallitur ofan/neðan, vængir/vængendar, litamynstur, fótalitur)
    • Stærð (í samanburði við þekkta fugla, t.d. hrafn eða þröst)
    • Staðsetning (hvar sástu fuglinn: nálægt á/í skógi)
    • Atferli (hegðun, er fuglinn einn eða í hópi)
    • Hljóð (söngur, tíst, kvak....)
  • Fylgst með fuglum - atriði sem einnig þurfa að koma fram í kynningu:
 
3. og 4. kennslustund            
Fyrri vettvangsferð
Útbúnaðarlisti:
Eyðublað fyrir fuglaskoðun
Eyðublaðið fuglalisti eftir búsvæðum
Skriffæri
Myndavél, sími, sjónauki
Viðeigandi hlífðarfatnaður
Ath.
Nemendur halda sig með sínum hópfélögum og safna upplýsingunum sem hópur.
Gott er að nemendur skipti með sér verkum, t.d. skrásetjari 1 og 2 og myndatökumaður.
Hópurinn skrásetur á eyðublöð/stílabók og tekur myndir/vídeó.
Mikilvægt er að allir séu mjög hljóðlátir og hlusti, horfi og njóti.
 
Einng er gaman að prófa að leggjast niður, loka augunum og hlusta eftir fuglum.
 
Þegar til baka er komið er unnið  úr efninu í skólanum:
Hópfélagar skoða afraksturinn betur og skrá viðbótarupplýsingar.
Hver hópur velur sér fugl til að kynna og skoða nánar í annarri vettvangsferð.
Nemendur skrifa hjá sér hvaða atriði þá skortir og þeir ætla að líta eftir í þeirri ferð.
Nemendur ákveða hvernig kynningu þeir vilja framkvæma, s.s. rafræna, veggspjald o.s.frv.

5. kennslustund
  • (Á skjávarpa) Opna fuglavefinn: http://www1.nams.is/fuglar, kennari sýnir nemendum hvernig hægt er að nota síðuna til greiningar og upplýsingaöflunar:
    • Skoða t.d flokkinn Spörfuglar.
      • Kennari tekur tittlingaumræðuna J.
      • Renna frekar fljótt yfir hvern fugl og velja svo einn þeirra:
  • Sýna myndir (smella á myndina)
  • Spila hljóð
 
  • Nemendur leita upplýsinga á Fuglavefnum í tölvum/snjalltækjum.
6. og 7. kennslustund            Seinni vettvangsferð
  • Sama vinnulag og áður.
  • Þegar til baka er komið er unnið  úr efninu í skólanum.
 
8., 9. og 10. kennslustund                Nemendur vinna að kynningum með stuðningi kennara.
 
11. kennslustund                  Kynningar nemenda (námsmat kennara).
 
12. kennslustund                   Nemendur ljúka kynningum (námsmat nemenda).
 
 
Námsmat:
Nemendur meta ferlið sjálft (upplifunina) með sjálfsmati og mati á hópvinnu.
Kennari metur afurðina sjálfa (skilninginn) með matslista (Rubrics).
Sjá nánar í fyrir kennara.
 


Proudly powered by Weebly
  • Forsíða
  • Fyrir kennara
  • Yngstastig
    • Hveragerðis verkefni 2. bekkur
    • Komdu og skoðaðu himingeiminn
    • Hringrásir
    • 50 leikur enska
  • Miðstig
    • Fuglaverkefni
    • Plöntusöfnun
    • Skógræktin-Hamarinn
    • Skógur - tré
    • Íslenska 50 leikur
    • Spinning verkefni
  • Elsta stig
    • Aðlögun lífvera að vetri
    • Bylgjur - Bylgjuhraði
    • Hringrás vatns og hamskipti
  • Leiksvæði - skólalóðin
  • Fróðlegar krækjur
  • Bakpokinn
  • Huga þarf að
  • Veðurstöð
  • Nærumhverfi
  • Grænfáni